Monday, August 30, 2004

skype, veður og hjól

Núna var ég að ná í Skype forritið en það er eitthvað sem fólk segir að sé voða gott að nota til að tala saman á netinu. Þetta á að vera svona eins og msn en miklu betra að tala saman með því að nota þetta Skype. Ég hef alla vegna alltaf lent í einhverjum vandamálum með að senda hljóð og mynd með msn, vonandi að þetta sé betra dæmi. Það þarf að downloda þessu og fikkta aðeins í stillingum en mér virðist þetta vera nokkuð einfalt. Mitt notenda nafn er boasvald en áhugasamir geta haft samband í hotmail eða með tölvupósti.

Það var annars fínt veður í dag. Við fórum og kíktum á væntanlegan leikskóla hennar Rósu Maríu og fórum í formlega heimsókn nú á miðvikudaginn. Vonandi kemst hún fljótlega inn en hún er búin að fá loforð um plás frá 1. nóvember.

Óskar bróðir keypti sér hjól í dag og bætist því hljólateymið hérna. Formið á öllum hér á eftir að verða alveg rosalegt.

Hilsen
Bóas

0 Comments:

Post a Comment

<< Home