Sunday, December 11, 2005

Nýjustu fréttir

Breyting hefur orðið á plönum fjölskyldunar þessi jól og tilkynnist það hér með, fyrir þá sem ekki vita, að quartetinn mun halda hvít jól á Íslandi þetta árið eins og öll önnur ár.

Myndaseríur og netskrif verða því lögð af formlega fram yfir hátiðarnar. Dóra og litlu dvegarnir ætlar fá far með hreindýrunum næsta fimmtudag en ég læt bíða eftir mér eitthvað aðeins lengur vegna þess að ég hef svo rosalega margt mikilvægt að sýslast hér í konungsríkinu.

Monday, December 05, 2005

Myndir

Hildur hefur splæst nokkrum glæsilegum myndum af litla sjarmatröllinu á netið. Mikið að einhver tók sig til og bjargaði þessu fyrir horn.

Annars er allt gott að frétta. Ég klára praktíkina mína þessa vikuna og Dóra byrjar í heimaprófi á miðvikudaginn þannig að það er nóg að gera. Eftir bíður svo intensív verkefna vinna út desember mánuð hjá familiunni.

Í gær var haldið jólaball hér í götunni þar sem allir lögðust á eitt. Jólasveinn mætti hress á svæðið og íslensk jólalög sungin fullum hálsi. Soldið fyndið að syngja gekk ég yfir sjó og land og hrópa í síðasta erindinu " ég á heima á íslandi, íslandi, íslandinu góða" þar sem allir þátttakandur eru búsettir í danmerku. Kannski get ég spælst linkum á heimasíður nágranna þegar þeir verða búnir að henda inn myndum úr jólaballinu. En okkur gekk eitthvað illa að smella af í þetta skiptið.

Tuesday, November 08, 2005

Askoruninni tekid

Jæja. Allt tidindalitid thessa dagana. Rutinana komin vel i gang eftir sumarid og allir eru sattir vid sitt thessa dagana. Sjaum tho fram a mikid vinnualag fram ad jolum ef okkur a ad takast ad ljuka thvi sem vid stefnum ad. Thad hlytur ad takast.

Rosa hefur misst tvær tennur i haust og fengid sex ara jaxlana. Guttinn rydur ur ser tonnum og filar tanntoku ekkert serstaklega. Bædi gengur Rosu rosalega vel med donskuna og i leiksskolanum, fær hun mikid hros fra donum fyrir framfarir i kartofludialektinum. Guttinn blomstrar lika hja dagmommunni og er farinn ad kalla einstaka ord a eftir okkur thegar mikid liggur vid. T.d. "sko" thegar hann rettir mer skona og vid erum ad fara ut eda "mat" thegar hann er svangur og opnar iskapinn.

Dora les og les thess dagana en hun mun taka nokkud stift profatimabil i desember. Eg mætti hinsvegar herna upp a unglingagedeild 3-4 sinnum i viku og reyni ad fylla a reynslubankann. Eg stefni a ad ljuka praktikinni um midjan desember og tha er thetta næstum budid hja mer. Adeins 1. stykki lokaritgerd til ad ljuka hringnum a voronninni en hvenær hef eg svo sem att erfitt med ad ljuka einhverju svonleidis!!!!!

Thetta er svo sem ekki mikid eda mjog frettnæmt enda nokkud rolegur takturinn hja okkur nuna. Allavegana nokkud fyrirsjaanlegur. Myndasyning er a leidinni einhverja næstu daga fyrir tha sem hafa ahuga a svoleidis.






Tuesday, September 27, 2005

Pabbavikan er hafin !!!

Ég keyrði Dóru niður á lestarstöð í morgun og verður hún á einhverju flakki í USA í rúma viku. Tilraunaverkefnið "einstæður faðir" er því hafið. Spurning hvort maður ætti að reyna að sækja um bætur?

Friday, September 23, 2005

Allt gott og fínt

Af okkur er allt gott að frétta þessa dagana. Rósa María er núna þegar þetta er skrifað búin að vera í ferðalagi með leiksskólanum sínum í 2 daga og 2 nætur frá miðvikudegin til föstudags. En hér tíðkast að börn fari 1 sinni á ári með leikskólanum sínum í svona lejr eða koloni. Við hringdum í gær og okkur skilst að hún hafi það mjög gott og förum við að sækja hana í dag.

*******************************

Hér eru annars allir að komast á fullt í námi og börnin bæði komin vel í gang í leikskólanum annars vegar og hjá dagmömmu hinsvegar. Það er því nóg að gera þessa dagana.

*******************************

Dóra er á leið til USA á þriðjudaginn og verður þar í viku. Þá verður dekrað við börnin. Það er alveg á hreinu.

*******************************



Tuesday, September 20, 2005


Gu�umundur �sak � r�l� � Norgei

Monday, August 29, 2005


Seg�u AAAA


H� �g er or�in st�r

Tönnin er dottin.

Tönnin datt úr í fyrradag. Öllu heldur reif ég hana úr munninum á henni Rósu óvart. Hún var eitthvað að gefla sig og sýna mér tönnina og ég sagði bara fyrst hún væri eitthvað að glenna sig að "nú ríf ég hana úr þér!" Tók ég bara laust í hana en Rósa dró sig á sama tíma aðeins til baka. Rann tönnin þá bara úr gómnum og sat eftir í fingrunum mínum. Við horfðum á hvort annað nokkuð óviss um hvernig við áttum að bregðast við en fórum svo bara að hlæja að þessu. Enda bara hið besta mál.