Thursday, September 02, 2004

Íbúum á Stavnsvej fækkar...

Emil félagi minn fékk íbúðina sína afhenta í gær og flutti hann því úr kommúnunni okkar og fór að kyssa konuna sína, sem hann fékk líka afhenta í gær, þökk sé Flugleiðum og danska járnbrautafélaginu.

Í morgun fengu svo Óskar og Hildur vilyrði fyrir íbúð sem þau geta fengið afhent eftir ca 2 vikur. Þau eru búinn að vera á fullu undanfarna daga og hafa skoðað íbúðir í öllum stærðum og gerðum. Þessi er staðsett í Trige sem er um 12 km frá skólanum, en þar sem við erum í Tilst eru um 7 km í skólann. Það eru víst ágætist samgöngur þanngað og mikið af íslendingum sem búa á þessu svæði (það er t.d. talað um íslendingablokkina). Óskar og Hildur munu þó ekki búa þar. Meira um þetta síðar og jafvel myndir.

Við bíðum semsagt bara eftir næstu sendingu af Íslendingum. Ég held að Elín og Guðmundur komi hingað eftir viku. Það er hefur ekkert verið bókað í okt, nóv, des...örfá sæti laus.

bóas

2 Comments:

At 2:05 PM, Anonymous Anonymous said...

þú hefðir líka geta sleppt því að stofna blogg. og skráð þig inn anonymously. Eins og ég er að gera núna.

bóas

 
At 2:07 PM, Anonymous Anonymous said...

Það væri samt mjög gaman að fá að lesa blogg um ykkur. Bið að heilsa stelpunum

Bóas

 

Post a Comment

<< Home