Tuesday, November 30, 2004

Hann er hálfs árs í dag.....

Hann Guðmundur Ísak er orðinn hálfs árs í dag.... já tíminn líður : ) Við finnum fyrir því að strákurinn okkar stækkar og þroskast með hverjum deginum. Í dag á sex mánaða afmælisdaginn hans fengum við heimsókn frá hjúkrunarfræðingnum sem kom til að mæla hann í bak og fyrir. Hann fékk fyrstu einkunn eins og alltaf og í ummælum hjúkkunnar stóð m.a. "staar i kravlestilling, sidder fint ved stötte. Undersöger alt. pludrer. Fin udvikling". Hann hafði þyngst um nokkur hundruð grömm frá því hann var hjá lækninum um miðjan mánuðinn og það þótti gott. Hann fylgir "kúrfunni" sinni og er nú tæp 8 kg. Hjúkkan hafði orð á því að það væri mikilvægt að hann borðaði vel því svona kröftugur og "aktífur" drengur brennir miklu. Hún þurfti ekki að horfa á hann lengi til að átta sig á því hve aktífur hann er því hann ferðast hér um allt með sinni eigin skriðtækni. Ég hef verið að leggja teppi hér um öll gólf en hann er ótrúlega fljótur að koma sér út af þeim. Hann skríður með höndunum og fer upp á hnén en hann lyftir maganum ekki alveg upp svo þetta er ekki alveg komið ennþá enda sagði hjúkkan honum bara að taka því rólega því hann ætti ekkert að fara að skríða fyrr en eftir þrjá mánuði. Hann tók nú passlega mikið mark á henni og hélt bara áfram að ormast áfram og ná í það sem honum þótti mest spennandi hverju sinni. HONUM LIGGUR Á!!!

Á laugardagskvöldið fór hann í pössun til Rúnars frænda og Hugrúnar með systur sinni meðan við hjónin fórum í matarboð. Það var svolítið skrýtin tilfinning að skilja hann eftir og ganga út í skammdegið "alein" við tvö. Við höfðum orð á því að litli strákurinn okkar væri nú ekki svo rosalega lítill lengur. Sem betur fer gekk allt vel, þegar við komum úr matarboðinu var Rósa María sofnuð með Ástrósu frænku sinni og Guðmundur Ísak var sofandi í sófanum hjá Hugrúnu. Þau buðu okkur svo í íslenskt lamb (keypt í Danmörku) á sunnudagskvöldinu og við áttum yndislegt aðventukvöld saman. Það er búið að vera mjög gaman að kynnast Rúnari frænda og fjölskyldu hér í Danmörku og við finnum það öll að það er dýrmætt að eiga frænda og frænku- líka hér úti.

Á morgun 1. desember er okkur svo boðið í alvöru danskt afmæli. Hann August vinur okkar sem við kynntumst á leikvellinum er tveggja ára. Við höfum heyrt það að Danir geri mjög mikið úr afmælum og haldi mikla hátið. Afmælið byrjar klukkan 15 og okkur er bæði boðið í afmæliskaffi og kvöldmat. Við hlökkum mikið til að fara í afmælið og kynnast dönskum afmælissiðum.....aldrei að vita nema maður geti lært eitthvð skemmtilegt...

1 Comments:

At 4:59 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ ég er farin að hlakka svooo til að fá ykkur heim.. Ég er á FULLU í próflestri núna og ég vona að allt gangi að óskum:) Hlakka svo til að knúsa litla Guðmund Ísak minn og Rósu Maríu :) Jæja best að fara að halda áfram að læra... Laufey Fríða

 

Post a Comment

<< Home