Sunday, November 14, 2004

Randers Regnskov

Mér og Rósu Maríu var boðið í bíltúr af nágrana okkar í dag. Fórum í hitabeltisparadísina Randers Regnskov sem er hér í nágreninu. Þetta eru þrjú kúlulaga gróðurhús sem hýsa þrjár heimsálfur, Afríku, Asíiu og S-Ameríku ef ég man rétt. Fun hiti náttúrulega þarna inni og erfitt að smella af myndum vegna raka á linsunni og svoleiðis. En hörku skemmtileg upplifun.

Við hittum Tímon og Púmba sem eru vinir hennar Rósu úr teiknimyndaseríu. Þ.e. við sáum villisvín og eyðimerkur hund.

Rósa María vildið þó ekki kyssa froskana sem við fundum til að athuga hvort þeir myndu breytast í prins. Hún fær prik fyrir það að kyssa ekki hvern sem er.

Var samt að pæla hvort það væru svona búr í Afríku þar sem maður gæti upplifað skítakulda, snjókomu og hálku, upp á íslenska/danska vísu. Svona eitthvað sem hægt væri að kalla The Icelandic Icebox eða The Nordic Brease, jafnvel The Cold Wildlife.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home