Tuesday, November 09, 2004

Sumt er bara fyndið í íslenskum fréttum!!

Mér finnst fyndið að Olíufélöginn biðjist öll afsökun á nánast sama tíma. Spurning hvort þau hafi haft samráð um það...

Mér finnst líka soldið fyndið að sjá kennara klappa og syngja ÁFRAM ÁFRAM KENNARAR í fréttatímanum áðan. Bara rosa stemning, lifi verkfallið og byltingin!!

Mér finnst líka alltaf fyndið eða bara asnalegt þegar maður hefur það af að horfa á íþróttafréttir af golfi. Þá fær maður alltaf að vita hvað sigurvegarinn græddi mikla peninga. Aldrei fær maður að vita hvað Arsenal vinnur mikla peninga þegar þeir verða meistarar eða hvað shumaker græðir mikið á að keyra hraðar en næsti.
Spurning um að láta Olíufélögin og kennara vita af þessu.

Dæmi 1: Nú er búið að kenna ykkur börnin góð samlagningu og kennarinn hefur fengið samtals 150 þúsund í "verð"launafé í mánuðinum. Hvað þýðir það fyrir 34 ára kennara með 7 ára starfsreynslu, 23 stundir í kennsluskyldu, 3 ára háskólanám, 4 skólastjóraflokka, 27 börn í bekk, 2 börn á leiksskólaaldri og 5 korter í kaffitíma og 217 mínútur í umsjón. Eftir 5 ára samningstíma miðað við 2% verðbólgu og hækkandi vexti. Ég bara spyr!?*´'+´´

Dæmi 2: Nú ert þú búinn að dæla 37 lítrum af bensíni á bílinn þinn og Olíufélögin búinn að fá 417 krónur í vasann umfram það sem þau eiga skilið. OG engin veit af því (sem er alveg ótrúlega merkilegt þar sem verið er að tala um 6 milljarða). Spurning því hvað á að gera við peningana sem enginn veit hvort sem er af!!!

Hugmynd: Kannski að láta kennarana bara fá þá. Skilja þá fyrir utan heima hjá Eiríki, ofan í bensín brúsa kannski. Bara pæling...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home