Sunday, January 09, 2005

Glæpamenn í Danmörku

Tveir lögreglumenn eru búnir að vera að dunda sér í allan dag fyrir framan íbúðina hjá mér. Þeir eru búnir að vera að tala í talstöðvar og labba í kringum bíl sem stóð hérna fyrir utan. Forvitnin (nysgerrig) tók náttúrulega völdin og ég fór og tékkaði á því hvað þeir væru að gera. Kom þá í ljós að umræddi bíllinn var stolinn og komu þeir nokkru síðar með feiknastóran dráttarbíl og sóttu þýfið. Þetta er þriðja atvikið á stuttum tíma sem tengist glæpum. Fyrir jól voru brotnar rúður í tveimur bílum á bílastæðinu við hliðina og um jólin var brotist inn í íbúð hjá íslenskum vinum mínum á móti. Það er sem sagt nóg um að vera í glæpabransanum hér.

Eftir að ég var síðan búinn að hneykslast aðeins yfir þessu í dag. Þá var bankað. Ég var þá í símanum með sjónvarpið á að fylgjast svona með áhrifum ofsaveðursins. Haldið ekki að það hafi þá verið sjónvarpslöggan að tékka á því hvort ég væri með sjónvarp í íbúðinni. Minn ekki í neinni aðstöðu til að ljúga og þurfti því að skrifa upp á að ég hefði eitt slíkt. Byrja því fljótlega að borga fleiri reikinga en ég hef áhuga á.

En eins og ég segi bara nóg að gera í glæpabransanum hér. Spurning hvað verður næst.

1 Comments:

At 9:46 PM, Blogger Runar said...

Til hamingju með að fá 1000 dkr reikninginn tvisvar á ári.

Skil samt ekki þessa ómenningu þarna í austurhluta götunnar, hér verður maður ekki var við neitt.

 

Post a Comment

<< Home