Sunday, January 09, 2005

Vonskuveður

Í gærdag gekk mannskætt vonskuveður hér yfir Aarhus í orðsins fylstu merkingu. Þakplötur feiktust af húsum, kofar tókust á loft og tré ultu yfir vegi. Ég sjálfur áttaði mig ekki á ástandinu fyrr en ég horfði á kvöldfréttirnar. Um sama leiti og verstu kviðurnar gengu yfir og fólk sent heim úr skólum og vinnum þá fór ég bara út í búð að kaupa í matinn. Því er ekki að neita að manni brá aðeins þegar maður horfði á fréttirnar og sá að veðrið hafði haft töluverð áhrif í Brabrant og Hasle sem eru hverfi hér í nágreninu.

Mestu vandræðin á Aarhusasvæðin munu hafa verið í Trige þar sem Óskar bróðir býr en þar var rafmagnslaust í gærkvöldi. Ég náði þó í hann seinnt í gærkvöldi og hafði þá verið búið að koma rafmagninu aftur á.

Annars held ég að vesturströndin hafi farið verr út úr þessu en austurstöndin þar sem ég er. Maður upplifir kannski eitthvað sterkar hvað maður er varnarlaus gagn vart náttúrunni með hliðsjón af Asíu flóðbylgjunni. En á sama tíma merkilegt hvað þetta kemur einhvernvegin aftan að manni.

Maður er annars í smá fríi núna fram á miðvikudag. Gengið kemur hingað á sunnudaginn þannig að maður bíður bara spenntur eftir að það lifni aðeins yfir íbúðinni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home