Sunday, January 16, 2005

Gengið komið

Dóra, krakkarnir og Laufey Fríða komu í dag frá Íslandi. Ferðinn gekk víst bara mjög vel en þau komu keyrandi frá Köben því vinafólk okkar þurfti að láta transportera bílnum sínum hingað. Dóra var því dauðþreytt eftir að hafa ferðast svona lengi og keyrt en Guðmundur Ísak var hinsvegara hinn hressasti því hann hafði sofið alla leiðina frá Köben til Aarhus.

Ég eyddi kvöldinu í barbie leik með Rósu Maríu og við settum saman jólagjöfinna hennar sem var risabarbie hús. Ég er ekki alveg að fatta þessa barbie leiki eða út á hvað þeir ganga. Dúkkur að fæða börn og haldinn teboð og farið að sofa og síðan vaknað aftur o.s.frv.

Ég kláraði fyrstu önnina mína í gær og fæ núna 2 vikur í frí þangað til næsta törn byrjar. Það mætti alveg vera lengra hlé en maður misti soldið af jólafríinu vegna verkefna vinnu. En námslokinn færast allavegana nær og nær með hverjum degi og það er ágæt.

Bíllin okkar kemur svo í næstu viku svo mamma og pabbi, svo Anna Kristín og Ása og svo kannski aftur Laufey og síðan kíkir Guðmundur eldri kannski með vorinu. Þannig að það er bara allt að gerast. Okkur hlakkar bara til.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home