Monday, December 05, 2005

Myndir

Hildur hefur splæst nokkrum glæsilegum myndum af litla sjarmatröllinu á netið. Mikið að einhver tók sig til og bjargaði þessu fyrir horn.

Annars er allt gott að frétta. Ég klára praktíkina mína þessa vikuna og Dóra byrjar í heimaprófi á miðvikudaginn þannig að það er nóg að gera. Eftir bíður svo intensív verkefna vinna út desember mánuð hjá familiunni.

Í gær var haldið jólaball hér í götunni þar sem allir lögðust á eitt. Jólasveinn mætti hress á svæðið og íslensk jólalög sungin fullum hálsi. Soldið fyndið að syngja gekk ég yfir sjó og land og hrópa í síðasta erindinu " ég á heima á íslandi, íslandi, íslandinu góða" þar sem allir þátttakandur eru búsettir í danmerku. Kannski get ég spælst linkum á heimasíður nágranna þegar þeir verða búnir að henda inn myndum úr jólaballinu. En okkur gekk eitthvað illa að smella af í þetta skiptið.

3 Comments:

At 7:21 PM, Anonymous Anonymous said...

Loksins loksins koma myndir!!! samt ekki holt, mig langaði so mikið að knúsa hann!! hann er bara nokkuð seigur dansari sýnist mér, enda ekki langt að sækja það! Allavega sagði Dóra mér það að Bóas hefði verið íslandsmeistari í Rokki!

 
At 7:23 PM, Anonymous Anonymous said...

og já þetta var ég, Laufmundur! ;)

 
At 7:25 PM, Anonymous Anonymous said...

Loksins loksnins! ég er búin að bíða og bíða!!! það er samt ekki holt að skoða þessar myndir því mig langar bara að knúsa þau:/

 

Post a Comment

<< Home