Monday, August 29, 2005

Tönnin er dottin.

Tönnin datt úr í fyrradag. Öllu heldur reif ég hana úr munninum á henni Rósu óvart. Hún var eitthvað að gefla sig og sýna mér tönnina og ég sagði bara fyrst hún væri eitthvað að glenna sig að "nú ríf ég hana úr þér!" Tók ég bara laust í hana en Rósa dró sig á sama tíma aðeins til baka. Rann tönnin þá bara úr gómnum og sat eftir í fingrunum mínum. Við horfðum á hvort annað nokkuð óviss um hvernig við áttum að bregðast við en fórum svo bara að hlæja að þessu. Enda bara hið besta mál.

2 Comments:

At 10:22 PM, Anonymous Anonymous said...

hæhæ rósa mín til hamingju með að vera búin að missa fyrsti tönnina þína ég man hvað ég var stolt þegar ég missti fyrstu tönnina og það er mjög gaman!!
ég bið að heilsa öllum þarna árósarbúum sem bjuggu á dragavegi;):P bæbæ

 
At 3:21 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ hæ
En gaman að sjá að þið eruð farin að skrifa aftur.
Mikið var gaman að hafa ykkur heima í sumar... við verðum bara að fara að undirbúa aðra ferð til Danaveldis :)
Og Rósa mín þú ert svaka flott svona tannlaus... vinkona þín hún Guðný Gabríela getur ekki beðið eftir því að missa sína fyrstu tönn...
knús frá
Ásvallagötugenginu

 

Post a Comment

<< Home