Tuesday, September 07, 2004

íbúum fjölgar...íbúar rúlla

Óskar bróðir sá til þess i dag að það fjölgaði um einn hér á Stavnsvej í dag. Það var þannig að honum var útveguð eitt stykki beinagrind í skólanum sem á að hjálpa honum við heimanámið í vetur!!! og það að alvöru beinagrind, hauskúpa, hryggjasúla ein löpp og einn handleggur. Það gista því 6 og hálfur á Stavnsvej í dag. Nýji íbúinn gistir í kassa við rúmgaflinn hans Óskars. Hann heitir Kolbeinn... Segið svo ekki að læknisfræðin sé erfitt nám. Þau eru látin fara stofugang og upplifa draugagang strax á fyrst ári. Pælið í því.

Ég fór í skólann í fyrradag og skildi ekkert. Í dag skildi ég smá. Það er frí á morgun þannig að það verður töf á frekari framförum. Maður hefur nú vanist því í HÍ að skilja ekkert í þessu bulli sem kennarar láta út úr sér. En comon. Ég get ekki einu sinni sagt að kennarinn hafi verið að bulla. Maður kinkar því bara kolli á sirka réttum stöðum og hlær með þegar allir hinir hlæja. Þetta á eftir að verða skrautlegt...

P.S Drengurinn er farinn að velta sér eins og eins og vindurinn. Hann verður farinn að hlaupa in no time. Og það á dönsku...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home