Sunday, October 31, 2004

Gott partý...

Ég hélt ansi gott partý síðustu helgi. Við strákarnir hérna á Stavnsvej hittumst og höfðu það bara gott. Partýleikir, bjór og gítar. Bara hefðbundinn stemmning. Maður var með svona smá móral síðustu helgi hvort maður væri að angra nágranna með svona partý standi en NEI NEI þetta sem ég hélt síðustu helgi var bara teboð eða kannski í mesta lagi eins og barnaafmæli miðað við það sem gerðist hérna í gærkvöldi.

Það voru sko tvö partý í húsinu hjá dönsku unglingunum í gærkvöldi. Ca. 40-50 manns samanlagt og á tímabili virtist þetta vera umferðamiðstöð þegar krakkarnir voru að fara á milli partýa. Tónlist, rifrildi, grenja í kærastanaum og allur pakinn bara. En það flottasta var að einhver töffarinn tók upp á því og hennti 1 stk fjallahjóli í gegnum rúðuna á útidyrahurðinni hjá strákunum á neðri hæðinni. Glerbrot út um allt, 40-50 unglingar hlaupandi út um allt, löggan kom, flestir nágrannanir út á nærbuxunum og bara rosa stemming.

Ég sofnaði sko með engan móral í nótt. Sáttur við að Danirnir skuli styðja mig svona í því að vera fyrirmyndarnágranni.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home