Monday, November 01, 2004

Komin í lestina.

Fjölskyldan mín er sem sagt lögð af stað frá Köben með lest. Allt hefur gengið eins og í sögu hjá þeim. Er að fara að sækja þau kl. 16:00. Hlakka soldið til sko. Spurninginn er hvort Guðmundur Ísak eigi eftir að muna eftir mér? Er hægt að komast að því?

Þegar ég sagði Rósu í gær að ég væri kominn með soldið skegg þá sagðist hún ekkert viss um að hún myndi þekkja mig með skegg. Eftri smá pásu sagðist hún þó geta bara þekkt röddina í mér. Það verður gaman að sjá hvernig það á eftir að ganga hjá þeim.

Ætli ég standi ekki bara með spjald framan á mér þar sem á stendur "fjölskyldan mín" til þess að þekkja þau eins og leigubílstjórar gera á flugvöllum. Bara að vona að rétta fjölskyldan vilji láta sækja sig.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home