Saturday, September 25, 2004

... og ekki syngja

Horfðum á stolna útgáfu af Farenheitt 9/11 eftir Michael Moore í gærkvöldi. Skrítin mynd. Svona blanda af grínmynd og hryllingsmynd. Var búinn að lesa nýjustu bókina hans og þetta var svona úrdráttur úr henni. Skuggalegar fullyrðingar um valdamestu menn í heimi. Æsifréttastíllinn samt soldið yfirkeyrður. Mér finnst soldið skrítið að þessi mynd skuli hafa unnið í Cannes. Því ekki fannst mér hún góð kvikmynd. Gott innlegg inn í málfrelsið og svoleiðis en illa uppbyggð í kringum allt of mörg málefni.

En Moore er merkilegur gæi. Og það merkilegast við hann er að fólk hlustar á það sem hann er að segja. Ég hallast líka að því að þó hann færi í stílinn þá hafi hann skuggalega rétt fyrir sér. Og ég er ekki viss um að ég vilji vita nákvæmlega hversu rétt...

****************

Samtal sem ég átti við dóttur mína í morgnun:

Ég: Sit og spila á gítar inn í stofu
Rósa: Pabbi viltu rétta mér teppi..
Ég: Rétti henni teppi þar sem hún situr og horfir á sjónvarpið
Rósa: Viltu svo fara inn í herbergið mitt og spila þar...
Ég: Ég horfi á hana og veit ekki alveg hvað ég á að segja eða gera
Rósa: ...og ekki syngja.

Ég: hlýði...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home