Wednesday, September 22, 2004

Venjulega lífið er byrjað...

Nú byrjar það maður. Venjulegheitin, vatn og brauð. Vakna, lesa og læra. Rigning og rok og ekkert í sjónvarpinu. Gott að Guðmundur skildi eftir Koníakflöskuna...

Við erum sem sagt búin að vera að venja okkur við takinn hérna og held ég bara að við séum farinn að dansa ágætlega við danska diskóið. Herbergið hennar Rósu er nú að verða bleikt og dúkkulegt og ljósin eru að komast á sína staði hér og þar í íbúðinni. Það verður ekki tekinn myndarúntur hér fyrr en þetta lítur fullkomlega út eins og blaðsíður 45,25 og 85 í IKEA bæklingnum. Og hafið þið það.

Við fórum í Löveparken um helgina og nokkrar myndir þaðan eru hérna hægra megin. Einnig eru myndir frá íbúðin þeirra Óskars bróðurs og Hildar sem og eitthvað annað.

Annars er bara rosa gott að slappa af og taka það rólegt þessa dagana. Gítar var keyptur á heimilið um daginn og held ég að ég sé búinn að klára kvótann alveg hjá Rósu. Hún tekur allavegana fyrir eyrun þegar ég tekk hann upp eða reynir strax að fá mig til að gera eitthvað annað. Snýr sér meira að segja út í horn ef ég sting upp á því að syngja saman. Þarf eitthvað að lesa mér betur til í uppeldisfræðinni. En það byrjar ekki fyrr en eftir áramót þannig að þangað til verð ég bara að improvesera.

bæó

5 Comments:

At 5:15 PM, Anonymous Anonymous said...

Skemmtilegar myndir! Gott að það er svona gaman hjá ykkur, sakna ykkar samt. Laufey

 
At 6:12 PM, Blogger Ella said...

Hæ öll sömul, fylgist vel með ykkur héðan frá Californiu! Langaði annars að spyrja ykkur að einu, þessi vefur sem hóstar myndirnar ykkar, er hann frír? Er alltaf að lenda í veseni með þennan vef sem ég nota undir mínar myndir. Fór á þetta Sudio Line (sem þið virðist vera hjá) en fann ekkert frítt þarna hjá þeim! Þið kannski látið mig vita. Bestu kveðjur héðan úr sólinni.

 
At 9:49 PM, Anonymous Anonymous said...

Hæ Ella. Maður þarf að pæla bæði í forriti og svo heimasvæði. Forritið sem ég nota til að setja myndirnar inn á netið er frítt í nokkra mánuði og síðan veit ég ekki alveg hvað við gerum (kannski finn ég eitthvað crack á það eða eitthvað annað, ég prófaði það bara því mig vanntaði eitthvað sem virkaði strax). Mér finnst það ágæt en ekkert meira en það. Heima svæðið er hitt vandamálið það kostar oftast alltaf eitthvað að hafa geymslusvæði fyrir myndirnar. Þú sérð að myndirnar eru ekki geymdar hjá blogger.com heldur á dönsku heimasvæði sem fylgir netþjónustunni okkar hérna. Mér fannst tilvalið að nýta það til að byrja með. Það er fullt af útfærslum af þessu á netinu ég fann þetta mynda forrit t.d. bara á google. Geymslusvæði eru líka mjög ódýr í Bandaríkjunum. En ég hef ekki neina reynslu af slíku.

kk
Bóas

 
At 3:01 AM, Blogger Ella said...

Hæ og takk fyrir þetta. Ég er með tengil á myndasíðu á mínu bloggi. Þetta er frítt svæði sem hóstar myndirnar en það er allt í einu orðið eitthvað skrítið! Annars kannast ég ekkert við þessi myndaforrit sem þú ert að tala um. Ég er bara með eitthvað sem fylgdi myndavélinni minni, ertu ekki að tala um það? Ein ekki alveg að fatta!

 
At 11:06 AM, Anonymous Anonymous said...

Jú ég er örugglega að tala um það sama eða svipað og fylgir myndavélinni þinni. Bara svona forrit sem auðveldar manni að taka myndir og birta þær á heimasíðu. Forritið sem ég er með t.d. gerir heimasíðuna fyrir mig, minnkar myndirnar og þannig. Myndavélin mín er það gömul að það fylgdi ekkert svona netalbúm fídus með. Þetta er annars til í öllum mögulegum og ómögulegum útgáfum og samsetningum. Ég hef ekkert kynnt mér þetta neitt sérstaklega. Þetta sem ég er með er ágæt en mér finnst það ekki alveg nógu user friendly þó veit ég ekkert hvernig önnur forrit eru í samanburðinum.

Látu mig endilga vita ef þú dettur niður á eitthvað sniðugt.

bóas

 

Post a Comment

<< Home