Friday, January 28, 2005

Góða helgi

Nú er komin helgi og stefnt á sérstaklega mikið afsleppelsi. Heimsmeistara keppnin í handbolta í algleymingi og horfir maður spenntur á Daninna næstu daga. Keppa við Túnis í dag og Frakka á sunnudag. Það er kraftur í danska liðinu og líklegt til afreka sýnist mér.

Vikan búin að vera nokkuð viðburðar lítil og það markverðasta kannski að ég kláraði formlega fyrstu önnina mína þar sem niðurstöður prófana voru gefna í vikunni. Var kallinn nokkuð sáttur með útkomuna og ánægður með að fá nú formlegan rétt á námslánunum. Fyrsti hluti af 4 því í hús.

Fórum í matarboð hjá dönskum vinum okkar í gær og var það mjög skemmtilegt. Danskan brúkuð af miklum móð og get ég ekki annað sagt en að við höfum náð ansi langt í spjalltækninni á þessum stutta tíma. Meira að segja Rósa var farinn að svara og skilja spurningar og ábendingar á dönsku sýndist mér. Þessi tvenn hjón sem við hittum í gær eru líka svo létt á því og aflöppuð og mjög hjálpleg í tengslum við tungumála dæmið allt saman. Það er bara virkilega gaman að því að fá tækifæri til að mynda svona smá contakt við innfædda og fá þannig svonan persónulegri upplifun af dönum. Það er nefnilega það mikið af Íslendingum hérna á svæðinu að það er einstaklega auðvelt að vera í Danmörku í 2 ár og mynda mjög góð tengsl við Íslendinga og ná litlum sambandi við Danina sjálfa. Aðstæður sem vinna á móti manni hvað varðar tungumála framfarir held ég. Þó svo að mikið sé af góðu fólki sé hér af íslensku bergi brotið þá finnst mér lífsnauðsynlegt að ná svona smá tengingu við danina sjálfa, allavegana smá.

En nóg um það í bili. Ætla að fara út í skóg að taka myndir af krökkunum um helgina. Verða þær til sýnis í næstu viku. Góða helgi :)





0 Comments:

Post a Comment

<< Home