Thursday, September 30, 2004

Hitabreytingar og hiti

Haustið er komið... um 10-12 stiga hiti hér á Jótlandi í dag og næstu daga. Fjölskyldan hefur því lagst í hósta og snýtingar hérna í tilefni árstíðarinnar. Skál fyrir því.

Krakkarnir í hverfinu eru komnir upp á lagið. Ein skvísan mætti hérna í kökupartý í dag. Henni var sko alveg saman þó Rósa væri úti að leika sér. Bara... er til kaka... má ég fá... setist og Dóra skar handa henni sneið. Svona á fólk að vera heimilislegt og hreinskilið.

Maður bíður bara spenntur eftir næsta skandal í pólitíkinni heima. Hér eru nokkara pælingar um næstu skandala:
- Hannes Hólmsteinn "Laxnes" Gissurason verður Háskóla rektor innan 10 ára

- Skandala mál mun lenda á borði hæstaréttar innan 2-3 ára í tengslum við lagasetningu ríkistjórnarinnar. Jón Steinar verður hlutlaus og algjörlega faglegur dómari í málinu...

- Fyrst Framsókn gaf eftir í hæstarétti hljóta þeir að fá að fara með eitthvað ótrúlegt framsóknarlegt frumvarp núna fljótlega á haust þingi. Eitthvað sem kostar ótrúlega mikla peninga en nýtist örfáum atkvæðum.

Fjarlægðin þó ekki sé hún mikil gerir þessi mál öll saman samt bara mjög fyndin.



0 Comments:

Post a Comment

<< Home