Tuesday, September 28, 2004

Rólegt en spennan magnast

Reiðhjólamælirinn segir að ég hafi hjólað 60 km síðan ég kom hingað. Mér reiknast til að ég eigi eftir að hjóla hátt í 450 km fram að jólum. Ef ég mæti alltaf í skólann og fer aldrei í strætó. Eigum við ekki bara að segja það eigi eftir að ganga eftir.

En maður veit bara ekkert hvað maður á að gera við þetta form allt saman. Kannski rústar maður því bara um jólinn í letinni. Er einhver með góða hugmynd um hvað maður á að gera þegar líkaminn er kominn í ólympískar stellingar...

Dóra bakaði súkkulaðiköku í dag... Rósa er búinn að bjóða öllu hverfinu í köku og partý á morgunn. Bæó

2 Comments:

At 7:16 PM, Anonymous Anonymous said...

Ertu farinn að skrópa í skólanum Bóas?
Er ekki a.m.k. 6 km. í skólann og eftir mínum útreikningum hefur þú bara mætt 4-5 daga ... á hjóli þ.e.a.s. En eins og allir vita átt þú svo góðan tengdapabba sem hefur séð um skólaakstur til margra ára
svo að orkan sem þú byggir upp verðurðu bara að nota í hans þágu við næsta tækifæri!

 
At 8:30 PM, Anonymous Anonymous said...

Aldrei skrópað á þessu ári og það er þér að segja algjört met. Hef beytt ýmsum ráðum hins vegar til að komast í skólan með öðrum hætti. Í dag labbaði ég meira að segja stórann hluta leiðarinnar. Einnig betlað bílfar hér og þar.

p.s.
Tengdapabba er alveg sama í hvernig formi ég er. Hann hringir í mig og platar mig í alls konar vitleysu og snúninga óháð dagsforminu.

 

Post a Comment

<< Home