Tuesday, October 12, 2004

Rólegt

Það er lítið að frétta í augnablikinu. Rósa fór þó með mömmu sinni í heimsókn í leiksskólann og var það víst alveg rosalega gaman. Nágranastelpa hérna (innfædd) er einmitt á þessum leikskóla og vonandi ná þær eitthvað saman þegar Rósa fer að tala dönskuna.

Annars hef ég verið að glíma við haustpest númer tvö en það horfir til betri vegar. Aldrei veiktist maður svona á klakanum. Þessar meginlandspestar ussss.

Það er eitthvað vetrar frí skv pappírunum í skólanum þessa vikuna. Ég get samt ekki fundið mig vel í einhverju frí standi hérna í augnablikinu. Er að undirbúa ritgerð um hugræna atferlismeðferð en vantar vinkil á hana. Var að spá í að fjalla um það í tengslum við börn og byggja eitthvað á vinnunni minni í vetur. Veit samt ekki alveg og þó. Einhverjar hugmyndir.

Annars byrjaði hér í nýr danskur spennumyndaflokkur örnen á DR1 á sunnudagskvöldið. Þetta er spennumyndaflokkur eftir sömu gæja og gerðu Rejseholdet sem var sýnt heima í vetur og fyrra vetur að mig minni. Fyrsti þátturinn lofar mjög góðu. Fjallar um baráttuna við terrorista og löggupólitík og svo auðvitað um hann Örn Haraldsson... sem er aðalsöguhetjan og íslenskur í þokkabót. Talar meira að segja smá íslensku við systur sýna í fyrsta þættinum. Já núna getur maður borið höfuðið hátt. Landi manns bara að leið hérna aðal sjónvarpsefnið. Og intróið á þættinum... tekið upp á hálendinu, landmannalaugar og skeiðarársandur. haldið að það sé nú.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home