Friday, October 22, 2004

Ofvernduð kynslóð

Sjá 60 minuts þátt í gær sem fjallaði um að kynslóð ungsfólks væri ofvernduð. Börn og ungt fólk í dag væri alltaf í einhverju starfi og alltaf væri verið að skipuleggja eitthvað fyrir þau og sjá um þau. Ungt fólk fengi aldrei að gera neitt upp á eigin spýtur. Afleiðingarnar voru m.a. að ungt fólk hugsar mun meira um að falla inn í hópinn og að vera meðal manneskja en kynslóðin á undan. Teamwork og samvinna væru lykilorðin fyrir þessa nýju kynslóð. Soldið miklar alhæfingar en mér finnst þessi frétt af visi.is í dag endurspegla þetta ágætlega. Kennarar fara í verkfall og unglingar mega ekki einu sinni hittast á kvöldin án þess að verið sé að fylgjast með þeim. Unglingar eiga nú bara í eðli sínu að hittast ef þeir hafa ekkert að gera. Er fólk ekki farið að verða aðeins of hrætt um gullkálfana sína...

0 Comments:

Post a Comment

<< Home