Tuesday, October 12, 2004

Manngerður Jarðskjálfti

Ég er að verða brjálaður. Ég sit og les og fletti í tölvunni til skiptist og er að reyna að læra eitthvað. En gæjarnir sem eru búnir að rífa upp hálfa götuna og eru að þykkjast leggja malbik yfir skemmdarverkinn finnst ekkert skemmtilegara en að hrista húsið mitt fram og til baka. Þetta jarðskjálfta jóke hjá þeim er búið að standa síðan kl 09:00 í morgun og maður er næstum því orðinn sjóveikur á þessu flippi í þeim. Djúpur dynur, glingur í glasaskápnum og brak í gólfinu er ekki alveg bestu námsaðstæður. Mig minnir samt að mér hafi verið boðið upp á mjög svipað í F.B. þegar þeir tóku heilan vetur í að gera upp skólan og brjóta og bramla hann allan að utan til að ná því markmiði. En ég fór ekki til Danmerkur til að upplifa nostralgíu í tengslum við F.B. fjandin hafi það.

End of væl over and out.

0 Comments:

Post a Comment

<< Home