Sunday, October 31, 2004

Gott partý...

Ég hélt ansi gott partý síðustu helgi. Við strákarnir hérna á Stavnsvej hittumst og höfðu það bara gott. Partýleikir, bjór og gítar. Bara hefðbundinn stemmning. Maður var með svona smá móral síðustu helgi hvort maður væri að angra nágranna með svona partý standi en NEI NEI þetta sem ég hélt síðustu helgi var bara teboð eða kannski í mesta lagi eins og barnaafmæli miðað við það sem gerðist hérna í gærkvöldi.

Það voru sko tvö partý í húsinu hjá dönsku unglingunum í gærkvöldi. Ca. 40-50 manns samanlagt og á tímabili virtist þetta vera umferðamiðstöð þegar krakkarnir voru að fara á milli partýa. Tónlist, rifrildi, grenja í kærastanaum og allur pakinn bara. En það flottasta var að einhver töffarinn tók upp á því og hennti 1 stk fjallahjóli í gegnum rúðuna á útidyrahurðinni hjá strákunum á neðri hæðinni. Glerbrot út um allt, 40-50 unglingar hlaupandi út um allt, löggan kom, flestir nágrannanir út á nærbuxunum og bara rosa stemming.

Ég sofnaði sko með engan móral í nótt. Sáttur við að Danirnir skuli styðja mig svona í því að vera fyrirmyndarnágranni.

Friday, October 29, 2004

Dæmi um endalaust léglega blaðamennsku

Þessi grein hérna er bara endalaust léleg og hreinlega röng og en eitt dæmið um copy/paste-þýða/ekki hugsa blaðamennsku.

Blaðamaður hefur greinilega aldrei heyrt það að börn sem eru ofvirk taka oft ritalin. Mörg önnur lyf og lyfjablöndur eru einnig gefin börnum sem glíma við geðraskanir á Íslandi og í öðrum löndum. Einnig hélt ég að það væri ekki nein rosalega frétta að inntaka/neysla móður á meðgöngu getur haft áhrif á fóstur. Sem meginreglu held ég að læknar mæli almennt með því að mæður forðist lyfjatöku á meðgöngu því þeir vita oft ekkert hver áhrifin eru. En hrylllileg dæmi frá sjötta eða sjöunda áratugnum þegar konur tóku einhvert lyf við ógleði með slæmum afleiðingum hafa haft látið menn vera mjög varkára í lyfjagjöfum á þessu tíimabili. Beter save than sorry - syndrome.

Einnig finnst mér bara fyndið og sorglegt að tala sérstaklega um börn þegar verið er að gera tilraunir á músum. Bara endalaust léleg blaðamennska.

Thursday, October 28, 2004

Hver var að stríða mér?

Í morgun tók síminn minn sig til og breyttist í vakningaþjónustu. Hringdi á ca 5-10 mínútna fresti og ef ég ansaði þá var bara pípp tónn á hinum endanum. þetta gerðist svona 10 sinnum. En það var eins og við manninn mælt um leið og ég gafst upp og fór á fættur stein hélt hann kjafti og hefur ekki sagt múkk síðan.

Og nú er það ykkar að viðurkenna hver stóð á bak við þessa ótrúlegu þjónustu. Því ekki les síminn minn blogg síður (sbr síðasta færslan hér á undan).

P.S.
Það er ekki mikið vandamál að hunsa eitthvað símtól og halda áfram að sofa þegar maður hefur 4 ára reynslu í að snúa sér á hina hliðina undan linnulausum tilraunum dóttur minnar til að fá mig á fætur. Sem N.B. eru orðnar svo háþróaðar í dag að maður stekkur á fætur í fyrsta svo nágranannir fari ekki að kvarta.

Tuesday, October 26, 2004

Að búa einn

Ég er búinn að komast að því að þeir sem búa einir...þeir sofa ekki. Þeir verða ekki einu sinni þreyttir. Og ef þeir sofna þá vakna þeir ekki heldur. Því enginn vekur þá. Svo einfalt er þetta nú bara.
og hana nú.

Monday, October 25, 2004


Krakkarnir á klakanum

Börnin

Ég á bara of falleg börn.

Sunday, October 24, 2004

Derren Brown

Mér finnst þessi gæi soldið fyndinn. Maður er að læra hérna í háskóla um hvernig fólk hugsar og hvernig hægt er að hafa áhrif á hegðun þess. Síðan er bara ekkert mál að snúa fólki út og suður með einhverjum aðferðum sem eru tja... skemmtilegar og vafasamar. Ég hef nú lesið um sumt af þessu og ekki er sjéns að framkvæma þessi atriði hvernær sem maður vill. Líklega svona 3-4 hvert skipti sem hægt er að grísa á þetta. En klippan þarna þar sem gæinn lætur fólk sofna þegar það er að tala í síman er alveg rosaleg. Þarna hljóta menn að vera búnir að hafa samráð við viðkomandi til að auka skemmtanagildið og blöffa okkur áhorfendurnar aðeins.

En það er gaman af þessu.

Friday, October 22, 2004

Ofvernduð kynslóð

Sjá 60 minuts þátt í gær sem fjallaði um að kynslóð ungsfólks væri ofvernduð. Börn og ungt fólk í dag væri alltaf í einhverju starfi og alltaf væri verið að skipuleggja eitthvað fyrir þau og sjá um þau. Ungt fólk fengi aldrei að gera neitt upp á eigin spýtur. Afleiðingarnar voru m.a. að ungt fólk hugsar mun meira um að falla inn í hópinn og að vera meðal manneskja en kynslóðin á undan. Teamwork og samvinna væru lykilorðin fyrir þessa nýju kynslóð. Soldið miklar alhæfingar en mér finnst þessi frétt af visi.is í dag endurspegla þetta ágætlega. Kennarar fara í verkfall og unglingar mega ekki einu sinni hittast á kvöldin án þess að verið sé að fylgjast með þeim. Unglingar eiga nú bara í eðli sínu að hittast ef þeir hafa ekkert að gera. Er fólk ekki farið að verða aðeins of hrætt um gullkálfana sína...

Wednesday, October 20, 2004

Bráðum einn

Lítið að frétta. Dóra og börnin fara þó í 10 heimsókn á klakann á morgun. Það er því stífur lestur framundan. Ákveðið hefur verið að safna skeggi í þessa 10 daga. Það verður fyndið að sjá hvernig það kemur út. Hef aldrei látið andlitið vaxa svona lengi sko.

bæó

Tuesday, October 12, 2004

Manngerður Jarðskjálfti

Ég er að verða brjálaður. Ég sit og les og fletti í tölvunni til skiptist og er að reyna að læra eitthvað. En gæjarnir sem eru búnir að rífa upp hálfa götuna og eru að þykkjast leggja malbik yfir skemmdarverkinn finnst ekkert skemmtilegara en að hrista húsið mitt fram og til baka. Þetta jarðskjálfta jóke hjá þeim er búið að standa síðan kl 09:00 í morgun og maður er næstum því orðinn sjóveikur á þessu flippi í þeim. Djúpur dynur, glingur í glasaskápnum og brak í gólfinu er ekki alveg bestu námsaðstæður. Mig minnir samt að mér hafi verið boðið upp á mjög svipað í F.B. þegar þeir tóku heilan vetur í að gera upp skólan og brjóta og bramla hann allan að utan til að ná því markmiði. En ég fór ekki til Danmerkur til að upplifa nostralgíu í tengslum við F.B. fjandin hafi það.

End of væl over and out.

Rólegt

Það er lítið að frétta í augnablikinu. Rósa fór þó með mömmu sinni í heimsókn í leiksskólann og var það víst alveg rosalega gaman. Nágranastelpa hérna (innfædd) er einmitt á þessum leikskóla og vonandi ná þær eitthvað saman þegar Rósa fer að tala dönskuna.

Annars hef ég verið að glíma við haustpest númer tvö en það horfir til betri vegar. Aldrei veiktist maður svona á klakanum. Þessar meginlandspestar ussss.

Það er eitthvað vetrar frí skv pappírunum í skólanum þessa vikuna. Ég get samt ekki fundið mig vel í einhverju frí standi hérna í augnablikinu. Er að undirbúa ritgerð um hugræna atferlismeðferð en vantar vinkil á hana. Var að spá í að fjalla um það í tengslum við börn og byggja eitthvað á vinnunni minni í vetur. Veit samt ekki alveg og þó. Einhverjar hugmyndir.

Annars byrjaði hér í nýr danskur spennumyndaflokkur örnen á DR1 á sunnudagskvöldið. Þetta er spennumyndaflokkur eftir sömu gæja og gerðu Rejseholdet sem var sýnt heima í vetur og fyrra vetur að mig minni. Fyrsti þátturinn lofar mjög góðu. Fjallar um baráttuna við terrorista og löggupólitík og svo auðvitað um hann Örn Haraldsson... sem er aðalsöguhetjan og íslenskur í þokkabót. Talar meira að segja smá íslensku við systur sýna í fyrsta þættinum. Já núna getur maður borið höfuðið hátt. Landi manns bara að leið hérna aðal sjónvarpsefnið. Og intróið á þættinum... tekið upp á hálendinu, landmannalaugar og skeiðarársandur. haldið að það sé nú.