Monday, August 29, 2005


Seg�u AAAA


H� �g er or�in st�r

Tönnin er dottin.

Tönnin datt úr í fyrradag. Öllu heldur reif ég hana úr munninum á henni Rósu óvart. Hún var eitthvað að gefla sig og sýna mér tönnina og ég sagði bara fyrst hún væri eitthvað að glenna sig að "nú ríf ég hana úr þér!" Tók ég bara laust í hana en Rósa dró sig á sama tíma aðeins til baka. Rann tönnin þá bara úr gómnum og sat eftir í fingrunum mínum. Við horfðum á hvort annað nokkuð óviss um hvernig við áttum að bregðast við en fórum svo bara að hlæja að þessu. Enda bara hið besta mál.

Saturday, August 20, 2005

Tannlaus greyið takið eftir því...

Þessi færsla er fyrir ömmur og afa.

Rósa beit utan af nammi umbúðum í gær og frammtönn í neðrigómi fór af stað þ.e. hún losnaði. Það hefði svo sem alveg geta verið kjöt eða karamella sem hefði komið henni af stað hugsa ég. Rósu brá soldið og hélt að eitthvað alvarlegt væri að. En eftir smá útskýringar er hún nú bara stolt yfir því að vera orðin svona stór.

Fylgst verður með framvindunni og mynd lofað af næsta skrefi!!!

Friday, August 19, 2005

Sól og rólegheit

Við erum sem sagt kominn til Danaveldis. Ferðinn gekk fannta vel og öllum líður vel. Íbúðin kemur vel undan sumri og veðrið hefur tekið á móti okkur með hlýju. Næstu dagar verða nýttir í sumarfrí og skemmtigarða í nágreninu áður en törn sumarsins byrjar.

Myndasyrpa byrjar vætnanlega hér á síðunni áður en langt um líður. En vegna fjölda áskorana hefur verið ákveðið að blása dottlu lífi í þessa krot síðu að nýju.

Þau ykkar þarna á íslandi sem við hittum í sumar þökkum við kærlega samveruna og þið hin sem við fórum á mis við vonumst við til að hitta í næstu heimsóknar umferð.

Danmörk vann England 4-1 í fótbolta í vikunni. Missti af leiknum. Verst að þetta var bara vináttulandsleikur. Vonandi blæs þetta líf í leik Dana þvi þeir eiga erfiðan útileik á móti Tyrkjum í Istanbúl í næstamánuði.

Tuesday, August 16, 2005

Mætum danaveldi

Seinnpart miðvikudags mun gengið mæta...og hananú.