Monday, February 14, 2005

Tvær tennur og snjór

Helstu fréttirnar af okkur eru að Guðmundur Ísak hefur fengið tvær tennur í neðri góm er rosalega montin yfir þessu öllu saman. Annars snjóaði hér eins og við værum á Íslandi um helgina. Ef einhver var með heimþrá þá held ég að þetta hafi alveg bundið endi á hana. Það er bara ekkert rosalega sjarmerandi stemmning í kringum krapa, slabb og fasta bíla út um allt.

Ég setti inn nokkrar myndir sem teknar voru nú í janúar. Þarna eru aðalega myndir af öskudagsstemmningunni hérna sem haldin var utandyra í skítakulda. Annars eru flestar hinar myndirnar teknar af Rósu Maríu við hin ýmsu tækifæri. Hún er alveg rosalega ánægð með það að fá að rölta hér um allt með myndavél eða myndavéla síma og smella myndum af öllu og öllum og útkoman er svo sem alveg ágæt og bara gaman af því.

Danir klikkuðu illilega á handboltanum eins og Íslendingarnir og ekkert mikið meira um það að segja. Danir voru hinsvegar með undankeppni fyrir Evróvision um helgina og var umgjörðin hin glæsilegasta. Framlag þeirra verður svona nokkuð hress ballaða sungin af þrítugum kennara sem vann hér söngvakeppni í sjónvarpinu fyrr í vetur. Ólsen bræður urðu í öðru sæti. Minnir þetta lag mig soldið á kassagítar lag sem var framlag þeirra þegar keppnin var haldin í Parken en þá lentu Danir í öðru sæti ef mig mis minnir ekki. Þannig að þetta ætti að geta orðið spennandi í vor.

Sunday, February 13, 2005


Mynd tekin í dag (sunnudag á Stavnsvej) eftir sólahrings snjókomu. En veðrið minnir nú ískyggilega á íslenskann vetur.