Thursday, September 30, 2004

Hitabreytingar og hiti

Haustið er komið... um 10-12 stiga hiti hér á Jótlandi í dag og næstu daga. Fjölskyldan hefur því lagst í hósta og snýtingar hérna í tilefni árstíðarinnar. Skál fyrir því.

Krakkarnir í hverfinu eru komnir upp á lagið. Ein skvísan mætti hérna í kökupartý í dag. Henni var sko alveg saman þó Rósa væri úti að leika sér. Bara... er til kaka... má ég fá... setist og Dóra skar handa henni sneið. Svona á fólk að vera heimilislegt og hreinskilið.

Maður bíður bara spenntur eftir næsta skandal í pólitíkinni heima. Hér eru nokkara pælingar um næstu skandala:
- Hannes Hólmsteinn "Laxnes" Gissurason verður Háskóla rektor innan 10 ára

- Skandala mál mun lenda á borði hæstaréttar innan 2-3 ára í tengslum við lagasetningu ríkistjórnarinnar. Jón Steinar verður hlutlaus og algjörlega faglegur dómari í málinu...

- Fyrst Framsókn gaf eftir í hæstarétti hljóta þeir að fá að fara með eitthvað ótrúlegt framsóknarlegt frumvarp núna fljótlega á haust þingi. Eitthvað sem kostar ótrúlega mikla peninga en nýtist örfáum atkvæðum.

Fjarlægðin þó ekki sé hún mikil gerir þessi mál öll saman samt bara mjög fyndin.



Tuesday, September 28, 2004

Rólegt en spennan magnast

Reiðhjólamælirinn segir að ég hafi hjólað 60 km síðan ég kom hingað. Mér reiknast til að ég eigi eftir að hjóla hátt í 450 km fram að jólum. Ef ég mæti alltaf í skólann og fer aldrei í strætó. Eigum við ekki bara að segja það eigi eftir að ganga eftir.

En maður veit bara ekkert hvað maður á að gera við þetta form allt saman. Kannski rústar maður því bara um jólinn í letinni. Er einhver með góða hugmynd um hvað maður á að gera þegar líkaminn er kominn í ólympískar stellingar...

Dóra bakaði súkkulaðiköku í dag... Rósa er búinn að bjóða öllu hverfinu í köku og partý á morgunn. Bæó

Saturday, September 25, 2004

... og ekki syngja

Horfðum á stolna útgáfu af Farenheitt 9/11 eftir Michael Moore í gærkvöldi. Skrítin mynd. Svona blanda af grínmynd og hryllingsmynd. Var búinn að lesa nýjustu bókina hans og þetta var svona úrdráttur úr henni. Skuggalegar fullyrðingar um valdamestu menn í heimi. Æsifréttastíllinn samt soldið yfirkeyrður. Mér finnst soldið skrítið að þessi mynd skuli hafa unnið í Cannes. Því ekki fannst mér hún góð kvikmynd. Gott innlegg inn í málfrelsið og svoleiðis en illa uppbyggð í kringum allt of mörg málefni.

En Moore er merkilegur gæi. Og það merkilegast við hann er að fólk hlustar á það sem hann er að segja. Ég hallast líka að því að þó hann færi í stílinn þá hafi hann skuggalega rétt fyrir sér. Og ég er ekki viss um að ég vilji vita nákvæmlega hversu rétt...

****************

Samtal sem ég átti við dóttur mína í morgnun:

Ég: Sit og spila á gítar inn í stofu
Rósa: Pabbi viltu rétta mér teppi..
Ég: Rétti henni teppi þar sem hún situr og horfir á sjónvarpið
Rósa: Viltu svo fara inn í herbergið mitt og spila þar...
Ég: Ég horfi á hana og veit ekki alveg hvað ég á að segja eða gera
Rósa: ...og ekki syngja.

Ég: hlýði...

Thursday, September 23, 2004


Það er ljón í veginum hefur fengið nýja og raunverulegri merkingu.

Wednesday, September 22, 2004

Venjulega lífið er byrjað...

Nú byrjar það maður. Venjulegheitin, vatn og brauð. Vakna, lesa og læra. Rigning og rok og ekkert í sjónvarpinu. Gott að Guðmundur skildi eftir Koníakflöskuna...

Við erum sem sagt búin að vera að venja okkur við takinn hérna og held ég bara að við séum farinn að dansa ágætlega við danska diskóið. Herbergið hennar Rósu er nú að verða bleikt og dúkkulegt og ljósin eru að komast á sína staði hér og þar í íbúðinni. Það verður ekki tekinn myndarúntur hér fyrr en þetta lítur fullkomlega út eins og blaðsíður 45,25 og 85 í IKEA bæklingnum. Og hafið þið það.

Við fórum í Löveparken um helgina og nokkrar myndir þaðan eru hérna hægra megin. Einnig eru myndir frá íbúðin þeirra Óskars bróðurs og Hildar sem og eitthvað annað.

Annars er bara rosa gott að slappa af og taka það rólegt þessa dagana. Gítar var keyptur á heimilið um daginn og held ég að ég sé búinn að klára kvótann alveg hjá Rósu. Hún tekur allavegana fyrir eyrun þegar ég tekk hann upp eða reynir strax að fá mig til að gera eitthvað annað. Snýr sér meira að segja út í horn ef ég sting upp á því að syngja saman. Þarf eitthvað að lesa mér betur til í uppeldisfræðinni. En það byrjar ekki fyrr en eftir áramót þannig að þangað til verð ég bara að improvesera.

bæó


Rósa prinsessa

Margt búið að gerast

Hæ aftur... það er búið að vera nóg að gera undanfarið sko. Óskar og Hildur eru flutt og er þau búin að vera á fullu að standsetja íbúðina sína undanfarna 10 daga. Við erum búin að vera þvælast í Löveparken með Guðmundir og allskonar. Skólinn er byrjaður á fullu og danskan mjakast. Þarf að fara að sinna Rósu. Ætla að setja inn nokkrar myndir í dag. Bæó

Bóas

Friday, September 10, 2004

Íslendingaremba

Er að fara á landsleik í körfubolta í kvöld. Það er fáránlegt. Aldrei hefði mér dottið í huga að fara á Ísland vs Danmörk ef það hefði verið í Laugardagshöllinni. En svona rembist maður upp í útlöndum. Er búin að plata Guðmund með mér. Skilst að um 100 Íslendingar ætli að mæta og hveta fyrverandi NBA hetjuna sína. Vonandi standa þeir sig betur en fótboltastrákarnir.

Tuesday, September 07, 2004

íbúum fjölgar...íbúar rúlla

Óskar bróðir sá til þess i dag að það fjölgaði um einn hér á Stavnsvej í dag. Það var þannig að honum var útveguð eitt stykki beinagrind í skólanum sem á að hjálpa honum við heimanámið í vetur!!! og það að alvöru beinagrind, hauskúpa, hryggjasúla ein löpp og einn handleggur. Það gista því 6 og hálfur á Stavnsvej í dag. Nýji íbúinn gistir í kassa við rúmgaflinn hans Óskars. Hann heitir Kolbeinn... Segið svo ekki að læknisfræðin sé erfitt nám. Þau eru látin fara stofugang og upplifa draugagang strax á fyrst ári. Pælið í því.

Ég fór í skólann í fyrradag og skildi ekkert. Í dag skildi ég smá. Það er frí á morgun þannig að það verður töf á frekari framförum. Maður hefur nú vanist því í HÍ að skilja ekkert í þessu bulli sem kennarar láta út úr sér. En comon. Ég get ekki einu sinni sagt að kennarinn hafi verið að bulla. Maður kinkar því bara kolli á sirka réttum stöðum og hlær með þegar allir hinir hlæja. Þetta á eftir að verða skrautlegt...

P.S Drengurinn er farinn að velta sér eins og eins og vindurinn. Hann verður farinn að hlaupa in no time. Og það á dönsku...

Sunday, September 05, 2004

Fra Aros med Eros

Jæja, þá er mamma Dóra sest við lyklborðið. Í gær var Íslendingagrill hér á flötinni fyrir framan hjá okkur. Hér í kjarnanum sem við búum í eru 7 íslenskar fjölskyldur á svipuðu reki og við, í háskólanámi með börn á svipuðum aldri og okkar. Það var voða notalegt að hittast svona og grilla. Mér varð hugsað til þess að ég þekki ekki marga á Dragaveginum okkar þótt við höfum náð að búa þar í ár en það er gott að kynnast Íslendingum í útlöndum. Rósa María hefur eignast marga góða vini hér og hleypur út til að leika við þá um leið og hún sér einhvern fyrir utan. Hún fékk nýtt hjól um daginn og það hefur verið mjög vinsælt að fara út og hjóla.

Í dag var svo síðasti formlegi sumarfrísdagurinn okkar því á morgun byrjar Bóas á fullu í náminu. Þetta er búið að vera alvöru sumardagur, 25 stiga hiti og sól. Undanfarna viku hefur verið listahátíð hér í Árósum með ýmsum uppákomum undir yfirskriftinni "Fra Aros med Eros". Við höfum ekki farið á marga viðburði en Bóas og Rósa María fóru á Sirkus um daginn og ég og Hildur (kærastan hans Óskars) kíktum aðeins á næturlífið á föstudag, settumst á kaffihús við canalinn og horfðum á mannlífið. Í dag var svo síðasti dagur listahátíðar svo við drifum okkur í bæinn og í hoppukastalaland (sjá myndir í myndaalbúminu) við mikla hrifningu Rósu Maríu sem hoppaði á milli kastala tímunum saman. Eftir gengum við um hinar sjarmerandi göngugötur Árósa, meðfram kanalnum og fórum svo út að borða. Þetta var fyrst ferð Guðmundar Ísaks á veitingahús og hafði hann mjög gaman af (þó hann fengi bara mjólk eins og venjulega ; ) Hitastigið var enn 24 gráður þegar við röltum í strætó um átta leytið. Við komum svo heim eftir frábæran fjölskyldudag, þreytt og ánægð.
Ástarkveðjur frá Aros med Eros ; )

Thursday, September 02, 2004

Ódýrt að hringja til útlanda

Við erum búin að kaupa okkur svona heimsfrelsi talnarunu. Sem hægt er að kaup á þessari heimasíðu hér. Þetta er mjög sniðugt til að minnka símtalskostnað á milli landa. Maður slæ bara einhverjar 15-20 tölu inn í símann áður en maður velur símanúmerið. Þannig getur maður hangið í símanum daginn út og daginn inn og bullað og blaðrað um hvað sem er. 230 mínútur aðeins 1000 kr. Ekki ókeypis eins og Skype en ódýrt og virkar vel.

Íbúum á Stavnsvej fækkar...

Emil félagi minn fékk íbúðina sína afhenta í gær og flutti hann því úr kommúnunni okkar og fór að kyssa konuna sína, sem hann fékk líka afhenta í gær, þökk sé Flugleiðum og danska járnbrautafélaginu.

Í morgun fengu svo Óskar og Hildur vilyrði fyrir íbúð sem þau geta fengið afhent eftir ca 2 vikur. Þau eru búinn að vera á fullu undanfarna daga og hafa skoðað íbúðir í öllum stærðum og gerðum. Þessi er staðsett í Trige sem er um 12 km frá skólanum, en þar sem við erum í Tilst eru um 7 km í skólann. Það eru víst ágætist samgöngur þanngað og mikið af íslendingum sem búa á þessu svæði (það er t.d. talað um íslendingablokkina). Óskar og Hildur munu þó ekki búa þar. Meira um þetta síðar og jafvel myndir.

Við bíðum semsagt bara eftir næstu sendingu af Íslendingum. Ég held að Elín og Guðmundur komi hingað eftir viku. Það er hefur ekkert verið bókað í okt, nóv, des...örfá sæti laus.

bóas