Sunday, December 11, 2005

Nýjustu fréttir

Breyting hefur orðið á plönum fjölskyldunar þessi jól og tilkynnist það hér með, fyrir þá sem ekki vita, að quartetinn mun halda hvít jól á Íslandi þetta árið eins og öll önnur ár.

Myndaseríur og netskrif verða því lögð af formlega fram yfir hátiðarnar. Dóra og litlu dvegarnir ætlar fá far með hreindýrunum næsta fimmtudag en ég læt bíða eftir mér eitthvað aðeins lengur vegna þess að ég hef svo rosalega margt mikilvægt að sýslast hér í konungsríkinu.

Monday, December 05, 2005

Myndir

Hildur hefur splæst nokkrum glæsilegum myndum af litla sjarmatröllinu á netið. Mikið að einhver tók sig til og bjargaði þessu fyrir horn.

Annars er allt gott að frétta. Ég klára praktíkina mína þessa vikuna og Dóra byrjar í heimaprófi á miðvikudaginn þannig að það er nóg að gera. Eftir bíður svo intensív verkefna vinna út desember mánuð hjá familiunni.

Í gær var haldið jólaball hér í götunni þar sem allir lögðust á eitt. Jólasveinn mætti hress á svæðið og íslensk jólalög sungin fullum hálsi. Soldið fyndið að syngja gekk ég yfir sjó og land og hrópa í síðasta erindinu " ég á heima á íslandi, íslandi, íslandinu góða" þar sem allir þátttakandur eru búsettir í danmerku. Kannski get ég spælst linkum á heimasíður nágranna þegar þeir verða búnir að henda inn myndum úr jólaballinu. En okkur gekk eitthvað illa að smella af í þetta skiptið.