Tuesday, August 31, 2004


Rósa að taka mynd af mömmu sinni og pabba á vefmyndavélina!!!


Rósa að taka mynd af sjálfri sér á vefmyndavélinni.

Monday, August 30, 2004

skype, veður og hjól

Núna var ég að ná í Skype forritið en það er eitthvað sem fólk segir að sé voða gott að nota til að tala saman á netinu. Þetta á að vera svona eins og msn en miklu betra að tala saman með því að nota þetta Skype. Ég hef alla vegna alltaf lent í einhverjum vandamálum með að senda hljóð og mynd með msn, vonandi að þetta sé betra dæmi. Það þarf að downloda þessu og fikkta aðeins í stillingum en mér virðist þetta vera nokkuð einfalt. Mitt notenda nafn er boasvald en áhugasamir geta haft samband í hotmail eða með tölvupósti.

Það var annars fínt veður í dag. Við fórum og kíktum á væntanlegan leikskóla hennar Rósu Maríu og fórum í formlega heimsókn nú á miðvikudaginn. Vonandi kemst hún fljótlega inn en hún er búin að fá loforð um plás frá 1. nóvember.

Óskar bróðir keypti sér hjól í dag og bætist því hljólateymið hérna. Formið á öllum hér á eftir að verða alveg rosalegt.

Hilsen
Bóas

Sunday, August 29, 2004

Myndasíða

Hef verið að reyna að koma myndunum sem við höfum tekið undanfarið á netið. Það á að vera hægt að kíkja á nokkrar þeirra hér í þessum link. Ef það virkar ekki látið mig vita. Einnig er ég búin að koma upp link hér hægra megin þar sem nýjar myndir eiga að birtast.

Annars vorum við að horfa á danskan kvennalandsliðið í handbolta vinna gull í tvíframlengdum leik og vítakastkeppni. Og það í handboltaleik. Ég vil nú meina að þessar stelpur hefðu alveg pakkað íslensku strákunum okkar saman en það er önnur saga.

Við missum bílaleigubílin í dag. Fyrsti í Tour de Denmark á morgun. Tour de France hinn...

Saturday, August 28, 2004

Til Þýskalands og til baka

Fórum til Þýskalands. Keyptum. Fórum heim. Veðrið var í góðu skapi en við erum þreytt eftir daginn. Vonandi fer veðurstofan að taka sig aðeins á hérna. Þetta er búið að vera svo blautt sumar að nágrannar okkar eru orðnir ansi óhressir. Við sem erum ný komin af klakanum finnst nú bara 15-20 stiga hitti fínt. En hver veit.

Friday, August 27, 2004


lítill strákur á strönd

Fyrsti í dagbók

Við erum sem sagt komin á netið. Við erum þessa dagana að klára að koma okkur fyrir á Stavnsvej og það gengur bara eins og það á að ganga. Vel. Vonandi eigum við eftir að nýta okkur þessa síðu til að láta vita af okkur og birta myndir, fyrir ykkur sem hafið einhvern áhuga á því. Ferðasagan kemur svo smá saman.


Á ströndinni

Við erum komin á netið...

Nú byrjar þetta allt saman. Veraldarvefurinn, við og þið erum nú farinn að ganga í takt.